Um okkur

Xprent hönnun og merkingar ehf. var stofnað 1. september 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað vel og starfsmenn eru orðnir 5 talsins. Xprent tekur að sér flest öll prent- og merkingarverkefni.

Þegar þig vantar inni og útimerkingar, prentanir, filmuskurð, strigaprentun, ljósmyndaprentun, gluggamerkingar, bílamerkingar, grafíska hönnun o.fl, þá gætir þú fundið lausnina hjá okkur. Verslanir,fyrirtæki og einstaklingar geta nýtt sér alla þá þjónustu sem við bjóðum upp á, t.d. flottan skurð á veggi, í glugga, markaðsefni og jafnvel heilu veggmerkingarnar.

Öflugt teymi

Allir starfsmenn Xprent eru þjálfaðir af fagmanni. Einkunnarorð Xprent eru gæði umfram hraða.

Fagleg ráðgjöf

Xprent býður uppá faglega þjónustu og er með áratuga reynslu. Starfsmenn Xprent hafa unnið hjá öðrum skiltagerðum og eru með mikla reynslu, ennfremur leggja starfsmenn sig fram við að veita ráðgjöf og persónulega þjónustu til viðskiptavina.

Heildarlausnir

Við tökum að okkur heildarlausnir fyrir bæði stór og lítil fyrirtæki. Margra áratuga reynslan okkar hefur komið sér að góðum notum og hafa ófáir viðskiptavinir nýtt sér þessa þjónustu í gegnum árin. 

Við getum mætt á staðinn, tekið verkið út og gert tilboð!

Xprent ehf.


Xprent er fyrirtæki í merkingar- og prent bransanum. Xprent var stofnað í September 2010.
Endilega hafið samband ef það eru einhverjar spurningar.

Staðsetning


Sundaborg 3, 104 Reykjavík
Sími: 555 6500 / 777 2700
Netfang: konni@xprent.is